Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar 11. mars 2025 13:15 Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun