Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar 11. mars 2025 14:32 Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun