Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 18:30 Frá fundi fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í dag. EPA Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira