„Núna reynir auðvitað á Rússa“ Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. mars 2025 20:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar. „Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna. Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna.
Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30