Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 22:11 Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningu um ofnotkun svefnlyfja var ýtt úr vör, og ræddi þar ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra. Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum. Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum.
Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32