Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. mars 2025 07:00 Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun