Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 10:24 Ráðleggingar um ósannreyndar meðferðir eins og hnykkingar og liðlosun geta seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð við algengum einkennum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira