„Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar 12. mars 2025 12:32 Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Fjarskipti Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun