Leikarar og dansarar á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Leikarar og dansarar í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert. Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert.
Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00