Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 12:00 Upphaflegt tilboð Al-Hilal myndi tryggja Van Dijk 2,9 milljarða króna í árslaun. Getty/Joe Prior Vangaveltur halda áfram um framtíð Virgils van Dijk nú þegar samningur hans við Liverpool rennur brátt út. Hann er með til skoðunar tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem sækir fast að fá Hollendinginn fyrir HM félagsliða í sumar. Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti