Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar 13. mars 2025 12:00 Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun