Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Árni Sæberg skrifar 13. mars 2025 14:48 Trausti vandar Gunnari Smára ekki kveðjurnar í löngum pistli á Facebook. Vísir Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. Óhætt er að fullyrða að erfið staða sé komin upp innan raða Sósíalista eftir að Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni. Í gær sagðist hann útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Gunnar Smári boðaði til skyndifundar í gærkvöld vegna ásakananna. Í gærkvöldi gáfu þrjár áhrifakonur í flokknum út yfirlýsingu þar sem ásökunum Karls Héðins var alfarið vísað á bug. Líflegar umræður hafa farið fram á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins, þar sem fólk hefur meðal annars velt því fyrir sér hvernig sé unnt að skrá sig úr flokknum. Getur ekki þagað lengur „Ég hef verið að velta mörgu fyrir mér eftir atburði gærdagsins. Lengi vel hélt ég mér til hlés í þeirri von að hlutirnir myndu lagast innan flokksins. En það gerðist ekki. Það sem gerðist í gær var bara enn ein staðfestingin á mynstri sem margir hafa reynt að benda á: óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla sem á sér stað undir yfirskini baráttu fyrir réttlæti. Ég get ekki lengur þagað.“ Svo hefst færsla Trausta Breiðfjörð Magnússonar í áðurnefndum Facebookhópi. Hann var annar borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins frá kosningum árið 2022 til september 2024, þegar hann sagði af sér vegna veikinda. Nú segir hann veikindi ekki hafa verið einu ástæðuna fyrir afsögninni. Hefði átt að vita betur en að líta upp til Gunnars Smára Í færslu sinni lýsir hann því hvernig hann hóf störf innan Sósíalistaflokksins, ekki síst vegna þess að hann leit upp til Gunnars Smára. Hann hafi ekki trúað orði af því sem fólk sagði um formanninn. „Þetta var allt í mínum eyrum einhver áróður auðvaldsins eða afbrýðisamra aðila. Ég var yngri en ég er nú, þá um 25 ára en hefði samt kannski átt að vita betur.“ Hann hafi staðið að sjónvarpsþáttum um Úkraínustríðið, ásamt áðurnefndum Karli Héðni, og svo gefið kost á sér á lista í borgarstjórnarkosningum. Hann hafi ekki búist við því að fá annað sætið en hafi tekið sér leyfi frá vinnu og lagt sig allan fram í kosningabaráttunni. „Sú barátta skilaði sér á lokametrunum, og ég var kominn inn. Ég hlakkaði til að berjast. Og það gekk vel framan af.“ Formaðurinn með puttana í verkum fulltrúanna Þegar leið á hafi hann þó farið að taka eftir mörgu undarlegu í starfi flokksins. „Gunnar Smári var ítrekað að skipta sér af mínum störfum og Sönnu [Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í borginni]. Hann sendi okkur skilaboð þar sem hann meðal annars sagði okkur að hætta að ræða svona mikið um myndavélamálið í borginni, sem snerist um að fjölga ætti öryggismyndavélum í Reykjavík – mál sem ég barðist sérstaklega gegn af persónuverndarástæðum. Það leiddi meðal annars til þess að meirihlutinn þurfti að draga tillögurnar í land og gera úrbætur.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalista í borgarstjórn. Hún hefur lýst yfir stuðningi við Gunnar Smára Egilsson í þeim deilum sem nú virðast geisa innan Sósíalistaflokksins.Vísir/Anton Brink Þá hafi formaðurinn sagt honum að hann ætti að leiða eitthvað sem héti Baráttulistinn. Hugmyndin hafi verið að setja saman lista fólks sem sinnti því að koma á laggirnar baráttusamtökum þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. „Á þessum tíma var ég bókstaflega í 200% starfi í borginni, undir mjög miklu álagi. Mér fannst ég þó ekki vera í þeirri stöðu að geta sagt nei við formanninn. Ég sagði já, og reyndi að fara í þetta.“ Hann hafi verið búinn að safna saman fólki á þennan lista og boða til fundar. Þar hafi verið samþykkt að koma á laggirnar félagi einstæðra mæðra, enda hefði Gunnar Smári fyrirskipað stofnun slíks félags. „En mér fannst þó vanta alla leiðsögn frá formanninum um hvernig ætti að gera þetta. Hann henti mér bara í þessa djúpu laug og ég átti að redda þessu. Maður fékk aldrei neina handleiðslu í neinu.“ Þegar á hólminn hafi verið komið hafi María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar, hins vegar tilkynnt honum að hún ætlaði að taka fólk af listanum og færa yfir í málefnastjórn. Hann ætti ekki að „stela“ fólkinu af henni, þrátt fyrir að hann hafi verið fyrri til að ræða við fólkið. „Mér féllust hendur. Þarna sá ég í fyrsta skipti svart á hvítu hvernig hlutirnir virkuðu: formennskan var ekki byggð á samvinnu eða lýðræði heldur persónulegum valdtökum. Borgaði tíund fyrir skatt til starfsins Trausti segir álagið hafa verið mjög mikið, enda hafi hann verið í fullu starfi sem borgarfulltrúi en einnig að framleiða þætti á Samstöðinni ásamt Sönnu Magdalenu. Á þeim 28 mánuðum sem hann vann sem borgarfulltrúi hafi hann lagt um þrjár milljónir króna af launum sínum til Vorstjörnunnar, samtaka sem eiga að styðja við hagsmunabaráttu almennings. Það er um það bil tíund launa borgarfulltrúa, fyrir skatt. „Ég upplifði aldrei neinn stuðning eða þakklæti frá formanninum – heldur var krafan alltaf sú að maður þyrfti að gera meira.“ Algjör kulnun á líkama og sál Skömmu áður en hann lét af störfum sem borgarfulltrúi hafi Gunnar Smári krafist þess að þau Sanna breyttu þáttum sínum á Samstöðinni. Þau ættu að gera innslög þar sem þau færu á vettvang og væru með þrjá mismunandi liði í hverjum þætti. Nafninu á þættinum hafi verið breytt og þau skellt sér í verkefnið. Þetta hafi verið þegar líða fór á veturinn 2023. Þarna hann verið kominn í þá stöðu að vera í fullu starfi sem borgarfulltrúi og að sinna þáttagerð, sem hafi líka verið full vinna þar sem hann hefði einnig klippt innslögin. „Stuttu seinna var ég farinn í algjöra kulnun á sál og líkama. Ég gat ekki meir. Ég upplifði að ég gæti ekki talað við neinn um þetta. Ég sagðist hafa hætt vegna veikinda, sem þetta var auðvitað í raun. Það var fleira sem spilaði inn í, eins og ónýt mjöðm og miklir verkir. En ég velti því fyrir mér hvort ég hefði getað haldið út þetta kjörtímabil í flokki þar sem maður hefði fundið fyrir stuðningi en ekki menningu þar sem fólki finnst það eiga rétt á að ráðskast með aðra. Ég hálfskammaðist mín fyrir að vera ekki að gera nóg. Þannig var stemmingin og pressan sem maður var undir.“ Veit að hann er ekki einn um upplifunina Trausti segir að þegar hann líti til baka sjái hann hvernig verklagið innan flokksins virkaði. Fólk sem var duglegt og vildi leggja sitt af mörkum hafi verið keyrt út og þaggað niður hafi verið niður í því ef það gagnrýndi eitthvað eða hafði aðrar áherslur. Þeir sem bentu á vandamál hafi annað hvort verið hundsaðir eða eða þeim látið líða eins og þeir væru sjálfir vandamálið. „Ég upplifði þetta sjálfur – og ég veit að ég er ekki einn um það.“ „En það sem er kannski enn alvarlegra er sú meðvirkni sem leyfir þessu að viðgangast. Það eru of margir sem vita hvernig þetta virkar en kjósa að þegja. Sumir af ótta við að missa áhrif eða stöðu, aðrir af því þeir telja að flokkurinn sé stærri en einstaklingarnir sem hann særir og brýtur niður.“ Ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við Að lokum segir Trausti að flokkur sem eigi að berjast gegn kúgun og óréttlæti þurfi að geta tekið á innanbúðarkúltúr. Það sé ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við. „Ég vona að þeir sem hafa svipaða sögu og ég hætti að þegja. Við skuldum okkur sjálfum það – og baráttunni sem við trúum á.“ Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að erfið staða sé komin upp innan raða Sósíalista eftir að Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni. Í gær sagðist hann útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Gunnar Smári boðaði til skyndifundar í gærkvöld vegna ásakananna. Í gærkvöldi gáfu þrjár áhrifakonur í flokknum út yfirlýsingu þar sem ásökunum Karls Héðins var alfarið vísað á bug. Líflegar umræður hafa farið fram á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins, þar sem fólk hefur meðal annars velt því fyrir sér hvernig sé unnt að skrá sig úr flokknum. Getur ekki þagað lengur „Ég hef verið að velta mörgu fyrir mér eftir atburði gærdagsins. Lengi vel hélt ég mér til hlés í þeirri von að hlutirnir myndu lagast innan flokksins. En það gerðist ekki. Það sem gerðist í gær var bara enn ein staðfestingin á mynstri sem margir hafa reynt að benda á: óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla sem á sér stað undir yfirskini baráttu fyrir réttlæti. Ég get ekki lengur þagað.“ Svo hefst færsla Trausta Breiðfjörð Magnússonar í áðurnefndum Facebookhópi. Hann var annar borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins frá kosningum árið 2022 til september 2024, þegar hann sagði af sér vegna veikinda. Nú segir hann veikindi ekki hafa verið einu ástæðuna fyrir afsögninni. Hefði átt að vita betur en að líta upp til Gunnars Smára Í færslu sinni lýsir hann því hvernig hann hóf störf innan Sósíalistaflokksins, ekki síst vegna þess að hann leit upp til Gunnars Smára. Hann hafi ekki trúað orði af því sem fólk sagði um formanninn. „Þetta var allt í mínum eyrum einhver áróður auðvaldsins eða afbrýðisamra aðila. Ég var yngri en ég er nú, þá um 25 ára en hefði samt kannski átt að vita betur.“ Hann hafi staðið að sjónvarpsþáttum um Úkraínustríðið, ásamt áðurnefndum Karli Héðni, og svo gefið kost á sér á lista í borgarstjórnarkosningum. Hann hafi ekki búist við því að fá annað sætið en hafi tekið sér leyfi frá vinnu og lagt sig allan fram í kosningabaráttunni. „Sú barátta skilaði sér á lokametrunum, og ég var kominn inn. Ég hlakkaði til að berjast. Og það gekk vel framan af.“ Formaðurinn með puttana í verkum fulltrúanna Þegar leið á hafi hann þó farið að taka eftir mörgu undarlegu í starfi flokksins. „Gunnar Smári var ítrekað að skipta sér af mínum störfum og Sönnu [Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í borginni]. Hann sendi okkur skilaboð þar sem hann meðal annars sagði okkur að hætta að ræða svona mikið um myndavélamálið í borginni, sem snerist um að fjölga ætti öryggismyndavélum í Reykjavík – mál sem ég barðist sérstaklega gegn af persónuverndarástæðum. Það leiddi meðal annars til þess að meirihlutinn þurfti að draga tillögurnar í land og gera úrbætur.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalista í borgarstjórn. Hún hefur lýst yfir stuðningi við Gunnar Smára Egilsson í þeim deilum sem nú virðast geisa innan Sósíalistaflokksins.Vísir/Anton Brink Þá hafi formaðurinn sagt honum að hann ætti að leiða eitthvað sem héti Baráttulistinn. Hugmyndin hafi verið að setja saman lista fólks sem sinnti því að koma á laggirnar baráttusamtökum þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. „Á þessum tíma var ég bókstaflega í 200% starfi í borginni, undir mjög miklu álagi. Mér fannst ég þó ekki vera í þeirri stöðu að geta sagt nei við formanninn. Ég sagði já, og reyndi að fara í þetta.“ Hann hafi verið búinn að safna saman fólki á þennan lista og boða til fundar. Þar hafi verið samþykkt að koma á laggirnar félagi einstæðra mæðra, enda hefði Gunnar Smári fyrirskipað stofnun slíks félags. „En mér fannst þó vanta alla leiðsögn frá formanninum um hvernig ætti að gera þetta. Hann henti mér bara í þessa djúpu laug og ég átti að redda þessu. Maður fékk aldrei neina handleiðslu í neinu.“ Þegar á hólminn hafi verið komið hafi María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar, hins vegar tilkynnt honum að hún ætlaði að taka fólk af listanum og færa yfir í málefnastjórn. Hann ætti ekki að „stela“ fólkinu af henni, þrátt fyrir að hann hafi verið fyrri til að ræða við fólkið. „Mér féllust hendur. Þarna sá ég í fyrsta skipti svart á hvítu hvernig hlutirnir virkuðu: formennskan var ekki byggð á samvinnu eða lýðræði heldur persónulegum valdtökum. Borgaði tíund fyrir skatt til starfsins Trausti segir álagið hafa verið mjög mikið, enda hafi hann verið í fullu starfi sem borgarfulltrúi en einnig að framleiða þætti á Samstöðinni ásamt Sönnu Magdalenu. Á þeim 28 mánuðum sem hann vann sem borgarfulltrúi hafi hann lagt um þrjár milljónir króna af launum sínum til Vorstjörnunnar, samtaka sem eiga að styðja við hagsmunabaráttu almennings. Það er um það bil tíund launa borgarfulltrúa, fyrir skatt. „Ég upplifði aldrei neinn stuðning eða þakklæti frá formanninum – heldur var krafan alltaf sú að maður þyrfti að gera meira.“ Algjör kulnun á líkama og sál Skömmu áður en hann lét af störfum sem borgarfulltrúi hafi Gunnar Smári krafist þess að þau Sanna breyttu þáttum sínum á Samstöðinni. Þau ættu að gera innslög þar sem þau færu á vettvang og væru með þrjá mismunandi liði í hverjum þætti. Nafninu á þættinum hafi verið breytt og þau skellt sér í verkefnið. Þetta hafi verið þegar líða fór á veturinn 2023. Þarna hann verið kominn í þá stöðu að vera í fullu starfi sem borgarfulltrúi og að sinna þáttagerð, sem hafi líka verið full vinna þar sem hann hefði einnig klippt innslögin. „Stuttu seinna var ég farinn í algjöra kulnun á sál og líkama. Ég gat ekki meir. Ég upplifði að ég gæti ekki talað við neinn um þetta. Ég sagðist hafa hætt vegna veikinda, sem þetta var auðvitað í raun. Það var fleira sem spilaði inn í, eins og ónýt mjöðm og miklir verkir. En ég velti því fyrir mér hvort ég hefði getað haldið út þetta kjörtímabil í flokki þar sem maður hefði fundið fyrir stuðningi en ekki menningu þar sem fólki finnst það eiga rétt á að ráðskast með aðra. Ég hálfskammaðist mín fyrir að vera ekki að gera nóg. Þannig var stemmingin og pressan sem maður var undir.“ Veit að hann er ekki einn um upplifunina Trausti segir að þegar hann líti til baka sjái hann hvernig verklagið innan flokksins virkaði. Fólk sem var duglegt og vildi leggja sitt af mörkum hafi verið keyrt út og þaggað niður hafi verið niður í því ef það gagnrýndi eitthvað eða hafði aðrar áherslur. Þeir sem bentu á vandamál hafi annað hvort verið hundsaðir eða eða þeim látið líða eins og þeir væru sjálfir vandamálið. „Ég upplifði þetta sjálfur – og ég veit að ég er ekki einn um það.“ „En það sem er kannski enn alvarlegra er sú meðvirkni sem leyfir þessu að viðgangast. Það eru of margir sem vita hvernig þetta virkar en kjósa að þegja. Sumir af ótta við að missa áhrif eða stöðu, aðrir af því þeir telja að flokkurinn sé stærri en einstaklingarnir sem hann særir og brýtur niður.“ Ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við Að lokum segir Trausti að flokkur sem eigi að berjast gegn kúgun og óréttlæti þurfi að geta tekið á innanbúðarkúltúr. Það sé ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við. „Ég vona að þeir sem hafa svipaða sögu og ég hætti að þegja. Við skuldum okkur sjálfum það – og baráttunni sem við trúum á.“
Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45