Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:53 Maðurinn var tognaður á ökkla og kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið úti í fjórar nætur og nærst á jurtum sem hann fann. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar. Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar.
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira