„Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 19:09 Ráðist var á son Estherar Einarsdóttur í gær. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem var ráðist á við Breiðholtsskóla í gær segist aldrei hafa séð jafn mikinn ótta í augum neins og sonar síns. Skólinn og borgin bregðist lítið sem ekkert við grafalvarlegu ástandi. Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther. Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther.
Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira