Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar 14. mars 2025 11:31 Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör. Loksins svaraði ráðuneytið Greinarkornið ýtti hins vegar við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svaraði nú í byrjun marz erindi FA frá því í ágúst í fyrra, en þar var ráðuneytið hvatt til að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins (SE) frá 2021 um fjárhagslegan aðskilnað endur- og símenntunarsetra ríkisháskólanna frá annarri starfsemi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að í maílok 2021 hafi ráðuneytið sent öllum háskólum landsins bréf og komið tilmælum Samkeppniseftirlitsins á framfæri. Með því telji ráðuneytið sig hafa uppfyllt tilmæli SE. Vandinn er bara sá, eins og rakið var í fyrri grein undirritaðs, að viðbrögð háskólanna voru allsendis ófullnægjandi. Þeir settu inn á vefsíður sínar örfáar setningar um að rekstur endurmenntunarstofnana væri fjármagnaður með námskeiðsgjöldum og nyti ekki styrkja af skattfé. Engin rekstraryfirlit eru birt fyrir endurmenntunarsetrin. Í tilviki Endurmenntunar HÍ er engin grein gerð fyrir því hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Og svo það sé nú endurtekið: Þetta þýðir að einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Í svari ráðuneytisins við bréfi FA segir: „Í því ljósi er rétt að taka fram að ítarlegar leiðbeiningar fylgdu ekki frá SKE [svo] um hvað teldust fullnægjandi upplýsingar í þessu sambandi. Í kjölfar þessa bréfs mun ráðuneytið því óska umsagnar SKE [svo] um hvort þörf sé á að gefa út nánari leiðbeiningar til háskólanna.“ FA hefur fengið staðfest hjá Samkeppniseftirlitinu að því hafi borizt slík beiðni um leiðbeiningu frá ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar hafa legið fyrir í 28 ár Engin þörf ætti að vera á að Samkeppniseftirlitið útskýri fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu hvað felst í fjárhagslegum aðskilnaði samkeppnisrekstrar ríkisstofnana frá annarri starfsemi. Um það hefur legið fyrir skýr stefna og leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins í tæpa þrjá áratugi. Sú stefna var einmitt mótuð til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt 14. grein samkeppnislaga, sem kveður á um slíkan aðskilnað. En það myndi eflaust ekki skemma fyrir að SE stafaði þetta ofan í ráðuneytið og háskólana. Í stefnunni, sem gefin var út í nóvember 1997, segir m.a.: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Síðan fylgja ýtarlegar leiðbeiningar á tæplega 40 blaðsíðum um hvernig slíkum aðskilnaði skuli háttað og m.a. gætt að því allur raunverulegur kostnaður við samkeppnisstarfsemina sé dreginn fram. Vegna þess að ekkert sérgreint rekstraryfirlit um rekstur Endurmenntunar HÍ er birt opinberlega, er ekki hægt að segja með vissu hverjar tekjur hennar eru eða hlutdeild á markaði fyrir endur- og símenntun. Miðað við umsvif hennar verður hins vegar að ætla að tekjurnar séu vel yfir 180 milljónum, en það er 50 milljóna króna talan frá 1997 framreiknuð til verðlags dagsins í dag. Í ársreikningi HÍ árið 2013 var sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafa verið birtar undanfarin ár. Hvað segja frambjóðendurnir? Í ljósi ofangreinds er ástæða til að spyrja rektorsframbjóðendur aftur: Hvað ætla þeir að gera varðandi fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri Háskóla Íslands ef þeir ná kjöri? Ætla þeir að fara að samkeppnislögum og leiðbeiningum stjórnarráðsins um fjárhagslegan aðskilnað? Í þetta sinn væri gott að fá svör. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör. Loksins svaraði ráðuneytið Greinarkornið ýtti hins vegar við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svaraði nú í byrjun marz erindi FA frá því í ágúst í fyrra, en þar var ráðuneytið hvatt til að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins (SE) frá 2021 um fjárhagslegan aðskilnað endur- og símenntunarsetra ríkisháskólanna frá annarri starfsemi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að í maílok 2021 hafi ráðuneytið sent öllum háskólum landsins bréf og komið tilmælum Samkeppniseftirlitsins á framfæri. Með því telji ráðuneytið sig hafa uppfyllt tilmæli SE. Vandinn er bara sá, eins og rakið var í fyrri grein undirritaðs, að viðbrögð háskólanna voru allsendis ófullnægjandi. Þeir settu inn á vefsíður sínar örfáar setningar um að rekstur endurmenntunarstofnana væri fjármagnaður með námskeiðsgjöldum og nyti ekki styrkja af skattfé. Engin rekstraryfirlit eru birt fyrir endurmenntunarsetrin. Í tilviki Endurmenntunar HÍ er engin grein gerð fyrir því hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Og svo það sé nú endurtekið: Þetta þýðir að einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Í svari ráðuneytisins við bréfi FA segir: „Í því ljósi er rétt að taka fram að ítarlegar leiðbeiningar fylgdu ekki frá SKE [svo] um hvað teldust fullnægjandi upplýsingar í þessu sambandi. Í kjölfar þessa bréfs mun ráðuneytið því óska umsagnar SKE [svo] um hvort þörf sé á að gefa út nánari leiðbeiningar til háskólanna.“ FA hefur fengið staðfest hjá Samkeppniseftirlitinu að því hafi borizt slík beiðni um leiðbeiningu frá ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar hafa legið fyrir í 28 ár Engin þörf ætti að vera á að Samkeppniseftirlitið útskýri fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu hvað felst í fjárhagslegum aðskilnaði samkeppnisrekstrar ríkisstofnana frá annarri starfsemi. Um það hefur legið fyrir skýr stefna og leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins í tæpa þrjá áratugi. Sú stefna var einmitt mótuð til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt 14. grein samkeppnislaga, sem kveður á um slíkan aðskilnað. En það myndi eflaust ekki skemma fyrir að SE stafaði þetta ofan í ráðuneytið og háskólana. Í stefnunni, sem gefin var út í nóvember 1997, segir m.a.: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Síðan fylgja ýtarlegar leiðbeiningar á tæplega 40 blaðsíðum um hvernig slíkum aðskilnaði skuli háttað og m.a. gætt að því allur raunverulegur kostnaður við samkeppnisstarfsemina sé dreginn fram. Vegna þess að ekkert sérgreint rekstraryfirlit um rekstur Endurmenntunar HÍ er birt opinberlega, er ekki hægt að segja með vissu hverjar tekjur hennar eru eða hlutdeild á markaði fyrir endur- og símenntun. Miðað við umsvif hennar verður hins vegar að ætla að tekjurnar séu vel yfir 180 milljónum, en það er 50 milljóna króna talan frá 1997 framreiknuð til verðlags dagsins í dag. Í ársreikningi HÍ árið 2013 var sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafa verið birtar undanfarin ár. Hvað segja frambjóðendurnir? Í ljósi ofangreinds er ástæða til að spyrja rektorsframbjóðendur aftur: Hvað ætla þeir að gera varðandi fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri Háskóla Íslands ef þeir ná kjöri? Ætla þeir að fara að samkeppnislögum og leiðbeiningum stjórnarráðsins um fjárhagslegan aðskilnað? Í þetta sinn væri gott að fá svör. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun