Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar 14. mars 2025 14:33 Þegar fólk hugsar um félagsmiðstöðvar sveitarfélaganna dettur því eflaust í hug hefðbundna hluta starfsins, sem felur í sér kvöldopnun í félagsmiðstöðinni þar sem að unglingar hittast með félögum sínum og upplifa líflega dagskrá í öruggu umhverfi.Sé kafað dýpra má glögglega sjá að hið hefðbundna starf skilar miklu í þágu forvarna og er öflugt félagsmiðstöðvastarf lykillinn að því að draga úr áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu ungmenna. Þar gefst ungmennum færi á að rækta sinn félagsþroska í umhverfi með starfsfólki sem getur gripið inn í niðrandi orðræðu og aðstoðað þau á rétta braut í samskiptum við jafningja. Starfsfólk veitir öryggi Framþróun hefur átt sér stað undanfarin ár og hefur Reykjavíkurborg verið í fararbroddi þar, en í félagsmiðstöðvum er að finna sérfræðinga í forvarnarmálum sem leitast eftir því að finna nýjar leiðir til að bregðast við vímuefnaneyslu og ofbeldi. Undanfarin fimm ár hefur umfang starfs félagsmiðstöðva aukist töluvert ásamt því að þekking hefur dýpkað. Starfsfólk hefur unnið í nánu samstarfi við lögreglu að því að starfa út fyrir húsnæði félagsmiðstöðva og á vettvangi þar sem ungmenni með áfallasögu safnast saman ásamt öðrum ungmennum til þess að stunda vímuefnaneyslu og aðra óæskilega hegðun á borð við slagsmál. Á vettvangi nálgast starfsfólk félagsmiðstöðva viðkvæmustu hópana og byggja tengsl við ungmenni með brotið bakland og mikla áfallasögu sem leiðast gjarnan út í að deyfa tilfinningar sínar með vímuefnum. Það sem að flest þessara ungmenna eiga sameiginlegt er að þau upplifa öryggi þegar starfsfólk félagsmiðstöðva mætir á svæðið. Þau vita að þau geta leitað til þeirra og rætt líðan sína og vita að haft verður samband við lögregluna ef eitthvað kemur upp á á samkomunni. Eldra fólk sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi hefur í auknum mæli verið að nálgast ungmenni, sem hefur haft í för með sér að starfsfólk félagsmiðstöðva gegnir einnig mikilvægu hlutverki í því að veita fælingarmátt og tryggja öryggi ungmennanna. Mikilvægt er að huga að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir að þessi tengsl myndist og hvernig hægt er að bregðast við áhrifum skipulagðra glæpahópa á ungmenni, svo þau fari síður út í afbrot. Þessi þróun hefur einnig almenn áhrif á börn sem ekki eru á þessum viðkvæmu stöðum; þau upplifa aukið óöryggi og hræðslu, forðast jafnvel að taka strætó af ótta við að verða rænd af jafnöldrum eða lenda í ofbeldi. Við þurfum að spyrja okkur að því hvaða samfélag við séum að byggja ef við leggjum ekki aukna áherslu á velferð barna, þar sem félagsmiðstöðvar gegna lykilhlutverki í stuðningi og öryggi ungmenna, innan sem utan félagsmiðstöðvanna. Hvenær ætlum við að bregðast við? Reykjavíkurborg og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að standa þétt við bakið á félagsmiðstöðvum og átta sig á því að með því að fjárfesta í forvarnarstarfi þá kemur samfélagið til með að græða seinna meir. Hægt er að stuðla að því að með tímanum verði færri börn að brotnum fullorðnum einstaklingum, sem þá þurfa enn meiri aðstoð. Flotinn á ferð Flotinn er flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir einungis starfi á vettvangi. Hann er styrktur af ríkinu, til tveggja ára og væri ekki starfræktur nema með aðkomu Mennta- og barnamálaráðuneytis. Félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu vinna í nánu samstarfi við Flotann., Þau hafa yfirsýn yfir öllum þeim ungmennum sem eru í viðkvæmri stöðu og hópast saman með öðrum ungmennum. Framtíðarsýnin er skýr og næstu skref liggja fyrir. Starfsumhverfið hefur breyst hratt og áskoranirnar sem félagsmiðstöðvarnar standa frammi fyrir eru orðnar fjölbreyttari. Vettvangsstarf er komið til að vera. Það þarf að tryggja fjármagn til lengri tíma og er aðkoma sveitarfélaga ekki síður mikilvæg en aðkoma ríkis. Einnig þurfa borgin og önnur sveitarfélög að átta sig á því aukna umfangi, þ.e. þeirri þróun sem hefur átt sér stað frá því að félagsmiðstöðvarstarf sé bundið við húsnæði hennar yfir í að vera einnig á vettvangi. Metnaðarfullt félagsmiðstöðvarstarf þarf að geta gengið út frá því að mannskapur sé á vettvangi í öllum hverfum án þess að það valdi auknum þunga á starfið sem fer fram innanhúss í félagsmiðstöðvum. Þá þurfa að vera til staðar markviss úrræði fyrir þessi ungmenni en kerfið er ekki að ná nógu vel utan um þennan hóp. Ég er stoltur að vera hluti af þeim metnaðarfulla hóp frístundaráðgjafa sem sinnir starfi á vettvangi og er til staðar fyrir þau ungmenni sem mest þurfa á því að halda. Við þurfum að geta unnið náið með þessum hóp og komið honum á rétta braut, vettvangsstarfið er mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Frístund barna Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk hugsar um félagsmiðstöðvar sveitarfélaganna dettur því eflaust í hug hefðbundna hluta starfsins, sem felur í sér kvöldopnun í félagsmiðstöðinni þar sem að unglingar hittast með félögum sínum og upplifa líflega dagskrá í öruggu umhverfi.Sé kafað dýpra má glögglega sjá að hið hefðbundna starf skilar miklu í þágu forvarna og er öflugt félagsmiðstöðvastarf lykillinn að því að draga úr áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu ungmenna. Þar gefst ungmennum færi á að rækta sinn félagsþroska í umhverfi með starfsfólki sem getur gripið inn í niðrandi orðræðu og aðstoðað þau á rétta braut í samskiptum við jafningja. Starfsfólk veitir öryggi Framþróun hefur átt sér stað undanfarin ár og hefur Reykjavíkurborg verið í fararbroddi þar, en í félagsmiðstöðvum er að finna sérfræðinga í forvarnarmálum sem leitast eftir því að finna nýjar leiðir til að bregðast við vímuefnaneyslu og ofbeldi. Undanfarin fimm ár hefur umfang starfs félagsmiðstöðva aukist töluvert ásamt því að þekking hefur dýpkað. Starfsfólk hefur unnið í nánu samstarfi við lögreglu að því að starfa út fyrir húsnæði félagsmiðstöðva og á vettvangi þar sem ungmenni með áfallasögu safnast saman ásamt öðrum ungmennum til þess að stunda vímuefnaneyslu og aðra óæskilega hegðun á borð við slagsmál. Á vettvangi nálgast starfsfólk félagsmiðstöðva viðkvæmustu hópana og byggja tengsl við ungmenni með brotið bakland og mikla áfallasögu sem leiðast gjarnan út í að deyfa tilfinningar sínar með vímuefnum. Það sem að flest þessara ungmenna eiga sameiginlegt er að þau upplifa öryggi þegar starfsfólk félagsmiðstöðva mætir á svæðið. Þau vita að þau geta leitað til þeirra og rætt líðan sína og vita að haft verður samband við lögregluna ef eitthvað kemur upp á á samkomunni. Eldra fólk sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi hefur í auknum mæli verið að nálgast ungmenni, sem hefur haft í för með sér að starfsfólk félagsmiðstöðva gegnir einnig mikilvægu hlutverki í því að veita fælingarmátt og tryggja öryggi ungmennanna. Mikilvægt er að huga að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir að þessi tengsl myndist og hvernig hægt er að bregðast við áhrifum skipulagðra glæpahópa á ungmenni, svo þau fari síður út í afbrot. Þessi þróun hefur einnig almenn áhrif á börn sem ekki eru á þessum viðkvæmu stöðum; þau upplifa aukið óöryggi og hræðslu, forðast jafnvel að taka strætó af ótta við að verða rænd af jafnöldrum eða lenda í ofbeldi. Við þurfum að spyrja okkur að því hvaða samfélag við séum að byggja ef við leggjum ekki aukna áherslu á velferð barna, þar sem félagsmiðstöðvar gegna lykilhlutverki í stuðningi og öryggi ungmenna, innan sem utan félagsmiðstöðvanna. Hvenær ætlum við að bregðast við? Reykjavíkurborg og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að standa þétt við bakið á félagsmiðstöðvum og átta sig á því að með því að fjárfesta í forvarnarstarfi þá kemur samfélagið til með að græða seinna meir. Hægt er að stuðla að því að með tímanum verði færri börn að brotnum fullorðnum einstaklingum, sem þá þurfa enn meiri aðstoð. Flotinn á ferð Flotinn er flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir einungis starfi á vettvangi. Hann er styrktur af ríkinu, til tveggja ára og væri ekki starfræktur nema með aðkomu Mennta- og barnamálaráðuneytis. Félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu vinna í nánu samstarfi við Flotann., Þau hafa yfirsýn yfir öllum þeim ungmennum sem eru í viðkvæmri stöðu og hópast saman með öðrum ungmennum. Framtíðarsýnin er skýr og næstu skref liggja fyrir. Starfsumhverfið hefur breyst hratt og áskoranirnar sem félagsmiðstöðvarnar standa frammi fyrir eru orðnar fjölbreyttari. Vettvangsstarf er komið til að vera. Það þarf að tryggja fjármagn til lengri tíma og er aðkoma sveitarfélaga ekki síður mikilvæg en aðkoma ríkis. Einnig þurfa borgin og önnur sveitarfélög að átta sig á því aukna umfangi, þ.e. þeirri þróun sem hefur átt sér stað frá því að félagsmiðstöðvarstarf sé bundið við húsnæði hennar yfir í að vera einnig á vettvangi. Metnaðarfullt félagsmiðstöðvarstarf þarf að geta gengið út frá því að mannskapur sé á vettvangi í öllum hverfum án þess að það valdi auknum þunga á starfið sem fer fram innanhúss í félagsmiðstöðvum. Þá þurfa að vera til staðar markviss úrræði fyrir þessi ungmenni en kerfið er ekki að ná nógu vel utan um þennan hóp. Ég er stoltur að vera hluti af þeim metnaðarfulla hóp frístundaráðgjafa sem sinnir starfi á vettvangi og er til staðar fyrir þau ungmenni sem mest þurfa á því að halda. Við þurfum að geta unnið náið með þessum hóp og komið honum á rétta braut, vettvangsstarfið er mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun