Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson og Þórhallur Ingi Halldórsson skrifa 14. mars 2025 18:32 Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun