Fótbolti

Stefán Teitur hetja Preston

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson skoraði markið sem skildi liðin að í dag.
Stefán Teitur Þórðarson skoraði markið sem skildi liðin að í dag. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images

Stefán Teitur Þórðarson reyndist hetja Preston er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Stefán Teitur var á sínum stað í byrjunarliði Preston og lék allan leikinn fyrir liðið. Fyrsta mark leiksins lét hins vegar bíða eftir sér og kom ekki fyrr en að um stundarfjórðungur lifði leiks.

Ryan Porteous kom heimamönnum í Preston þá í forystu, áður en Colby Bishop jafnaði metin fyrir gestina á 83. mínútu.

Eins og áður segir reyndist Stefán Teitur hetja Preston, en hann skoraði sigurmark liðsins þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Preston vann því dramatískan 2-1 sigur og sótti sér mikilvæg þrjú stig eftir dræmt gengi undanfarinna vikna.

Liðið situr nú í 14. sæti ensku B-deildarinnar með 47 stig eftir 38 leiki, fimm stigum meira en Portsmouth sem situr í 17. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×