Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2025 08:01 Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun