Skoðun

Hvað geta ung­menni gert fyrir jörðina?

Matthildur Þóra Skúladóttir og Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifa

Ungmenni hafa ekki mikla stjórn á því sem kemur fyrir í heiminum, en þegar kemur að umhverfismálum og loftslagsbreytingum er mikið hægt að gera. Við þurfum að taka ábyrgð á vandanum, sem bitnar á okkur og einn daginn á börnum okkar. Því þurfum við að gera allt sem við getum til að hjálpa.

Það er ekki erfitt að vera umhverfisvænn en það getur verið erfitt að finna leiðir til að hjálpa. Þegar það kemur að því að vera umhverfisvænn hugsa margir “það er allt í lagi ef ég flokka ekki, ég er bara ein manneskja” en vandamálið er að - ef allir hugsa svona þá breytist ekkert.

Unglingar á Íslandi versla mjög mikið a netinu, það er mjög skaðandi fyrir náttúruna. Til dæmis vefsíður eins og Shein og Temu. Við kaupum eins og enginn sé morgundagurinn. Allar pakkningarnar, sendingarnar og gamla draslið endar svo bara í náttúrunni.

Samfélagsmiðlar hafa mjög mikil áhrif á hvað við kaupum. Oft er verið að auglýsa allskonar dót sem við þurfum ekki t.d. snyrtivörur, hárvörur, húðvörur, föt, nikotín, ný raftæki, mat, leikföng, heimilistæki sem virka ekki og mun fleira. Fjöldaframleiddir hlutir sem oftar en ekki hefur hræðileg gæði, virka illa og eru gerðir með skaðlegum efnum.

Við sem ungmenni þurfum að kaupa aðeins það sem við ætlum að nota lengi og passa uppá að falla ekki fyrir öllum auglýsingunum sem reyna að fá okkur til að kaupa meira.

Við þurfum líka að pressa á að það sé ekki verið að framleiða vörur sem eru drasl. Það ætti ekki að mega framleiða vörur sem eru nánast einnota og ekki hægt að gera við.

Við þurfum öll að vinna saman og reyna að skilja jörðina eftir sem betri stað fyrir börnin okkar og næstu kynslóð. Byrjum núna.

Matthildur Þóra Skúladóttir og Guðmundur Ingi Valgeirsson, nemendur í umhverfisráði FÁ.




Skoðun

Skoðun

Kjöt og krabba­mein

Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Sjá meira


×