Íslenski boltinn

Frá Króknum á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jordyn Rhodes og markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir munu báðar leika með Val á komandi leiktíð.
Jordyn Rhodes og markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir munu báðar leika með Val á komandi leiktíð. Vísir/HAG

Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð.

Valur endaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð og hafa orðið talsverðar breytingar á leikmannahópi liðsins sem og þjálfarateyminu. Vonast Valskonur eftir því að Rhodes geti endurtekið leikinn frá því á síðustu leiktíð eða jafnvel gert gott betur.

„Það er geggjað að fá Jordyn Rhodes til okkar enda er hún kraftmikill framherji með mikið markanef. Hún er með frábæra tölfræði alls staðar sem hún hefur verið,“ segir Matthías Guðmundsson, annar af þjálfurum Vals, í tilkynningu félagsins.

„Hún mun klárlega styrkja okkur mikið sóknarlega,“ bætti Matthías við.

Valur fær FH í heimsókn í 1. umferð Bestu deildar kvenna þann 16. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×