Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2025 09:26 Lögregla stendur vaktina við forsætisráðuneytið við Hverfisgötu. Vísir/Anton Brink Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira