Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar 18. mars 2025 11:31 Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun