Freista þessa að selja Frumherja og um fimm milljarða fasteignasafn

Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína.