Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar 19. mars 2025 10:01 Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa skapað miklar áskoranir fyrir íbúa Grindavíkur og þá sem voru þar með fyrirtæki í rekstri. Verkefni stjórnvalda hefur ekki verið einfalt og ráðamenn þurft að taka stórar og jafnvel umdeildar ákvarðanir. Pólitísk samstaða hefur þó ætíð verið um málefni Grindavíkur og Grindvíkinga. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að staðið yrði með Grindvíkingum og að bærinn skyldi byggður upp að nýju. Fyrri ríkisstjórn gerði vel með öflugu pólitísku samráði um stærstu málin eins og uppkaup íbúðarhúsnæðis. Kaup Þórkötlu gáfu stærstum hluta íbúa svör um eignir sínar, svör sem gerðu fólki kleift að hjálpa sér sjálf og tryggja fjölskyldu sinni öruggt húsaskjól. Sú mikla óvissa sem ríkt hefur vegna jarðhræringanna hefur eðlilega verið fólki og fyrirtækjum erfið á þeim 16 mánuðum sem nú eru liðnir frá því að Grindavík var rýmd. Fólk hefur síðustu daga og vikur beðið í ofvæni eftir áformum nýrrar ríkisstjórnar. Sérílagi íbúar sem hafa ekki átt tök á að kaupa sér húsnæði utan Grindavíkur á erfiðum markaði suðvesturhornsins og eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem berjast í bökkum við að halda úti rekstri í Grindavík vegna ónothæfs húsnæðis eða skorts á viðskiptavinum. Í gær sýndi ríkisstjórnin loks á spilin, framtíðarplanið var kynnt. Forsætisráðherra sagði að ekki væri kominn tími til að endurreisa Grindavík vegna yfirvofandi hættuástands. Á sama tíma boðaði ráðherra að öll sértæk úrræði fyrir fólkið, sem hefur farið verst út úr jarðhræringunum og stendur í ströngu að leita niðurstöðu í sínum málum, verða felld niður eftir tólf daga. Tilkynnti ráðherrann jafnframt að almenn úrræði skuli nú taka við af þeim sértæku, úrræði sem hvorki íbúar né fyrirtæki vita hvernig eigi að koma til með að gagnast þeim eða hverju þau eiga yfir höfuð að skila. Grindvíkingar kalla eftir því að fá að taka ábyrgð á sér sjálfir. Undirritaður telur því að ríkisstjórnin hefði átt að gefa þeim lengri aðlögunarfrest en sem nemur aðeins tólf heilum dögum áður en sértæku úrræðin falla úr gildi og á sama tíma tækifæri til að aðlagast aðstæðunum í Grindavík. Margir Grindvíkingar vilja enda geta gist heima hjá sér og felst lausnin í því að fá umönnunarsamning við Þórkötlu á húsnæðinu sem þeir neyddust til að selja þegar hættan var sem mest. Grindvíkingar geta enda sjálfir metið hvort þeir vilji flytja heim og þannig séð umsvifin í bænum aukast. Um leið verður frekari grundvöllur fyrir aukna þjónustu og fleiri gestir heimsækja bæinn. Þannig getum við kveikt aftur ljósin í Grindavík. Almannavarnir og stjórnvöld hafa unnið þrekvirki allt frá því gaus fyrst og líf Grindvíkinga breyttist. Nú er kominn tími til að njóta þessarar góðu og öflugu vinnu. Byggðir hafa verið öflugir varnargarðar, vel útfærða rýmingaráætlun er til staðar, jarðskannanir hafa verið framkvæmdar og búið að girða fyrir allar sprungur og holrými. Við erum sífellt minnt á að við búum á Íslandi og um aldir alda höfum við aðlagað okkur að aðstæðum hverju sinni. Ég tel að íbúar Grindavíkur eigi nú að fá að meta það sjálfir hvort það sé ásættanleg áhætta að fara heim og nýta þá innviði, atvinnu og tækifæri sem í boði eru í þessu áður blómlega og vel stæða sveitafélagi. Það er gott fyrir alla, dregur úr þörf á frekari stuðningi og gæti leyst fjárhagsáhyggjur margra. Svo ekki sé minnst á hina andlegu líðan, sem okkur er öllum svo tamt að tala um á tyllidögum. Næstu misseri munu snúast um að halda sterkum loga lifandi í Grindavík með það að markmiði að keyra endurreisnina af stað þegar enn frekar hefur dregið úr óvissunni. Ég hvet núverandi ríkisstjórn eindregið til að standa við stóru orðin, standa með Grindvíkingum með því að gefa þeim skýrari svör og lengri aðlögunartíma og þeim veitt tækifæri til að nýta sitt náttúrlega umhverfi - sitt heimili - til að finna lausn á sínum málum. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa skapað miklar áskoranir fyrir íbúa Grindavíkur og þá sem voru þar með fyrirtæki í rekstri. Verkefni stjórnvalda hefur ekki verið einfalt og ráðamenn þurft að taka stórar og jafnvel umdeildar ákvarðanir. Pólitísk samstaða hefur þó ætíð verið um málefni Grindavíkur og Grindvíkinga. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að staðið yrði með Grindvíkingum og að bærinn skyldi byggður upp að nýju. Fyrri ríkisstjórn gerði vel með öflugu pólitísku samráði um stærstu málin eins og uppkaup íbúðarhúsnæðis. Kaup Þórkötlu gáfu stærstum hluta íbúa svör um eignir sínar, svör sem gerðu fólki kleift að hjálpa sér sjálf og tryggja fjölskyldu sinni öruggt húsaskjól. Sú mikla óvissa sem ríkt hefur vegna jarðhræringanna hefur eðlilega verið fólki og fyrirtækjum erfið á þeim 16 mánuðum sem nú eru liðnir frá því að Grindavík var rýmd. Fólk hefur síðustu daga og vikur beðið í ofvæni eftir áformum nýrrar ríkisstjórnar. Sérílagi íbúar sem hafa ekki átt tök á að kaupa sér húsnæði utan Grindavíkur á erfiðum markaði suðvesturhornsins og eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem berjast í bökkum við að halda úti rekstri í Grindavík vegna ónothæfs húsnæðis eða skorts á viðskiptavinum. Í gær sýndi ríkisstjórnin loks á spilin, framtíðarplanið var kynnt. Forsætisráðherra sagði að ekki væri kominn tími til að endurreisa Grindavík vegna yfirvofandi hættuástands. Á sama tíma boðaði ráðherra að öll sértæk úrræði fyrir fólkið, sem hefur farið verst út úr jarðhræringunum og stendur í ströngu að leita niðurstöðu í sínum málum, verða felld niður eftir tólf daga. Tilkynnti ráðherrann jafnframt að almenn úrræði skuli nú taka við af þeim sértæku, úrræði sem hvorki íbúar né fyrirtæki vita hvernig eigi að koma til með að gagnast þeim eða hverju þau eiga yfir höfuð að skila. Grindvíkingar kalla eftir því að fá að taka ábyrgð á sér sjálfir. Undirritaður telur því að ríkisstjórnin hefði átt að gefa þeim lengri aðlögunarfrest en sem nemur aðeins tólf heilum dögum áður en sértæku úrræðin falla úr gildi og á sama tíma tækifæri til að aðlagast aðstæðunum í Grindavík. Margir Grindvíkingar vilja enda geta gist heima hjá sér og felst lausnin í því að fá umönnunarsamning við Þórkötlu á húsnæðinu sem þeir neyddust til að selja þegar hættan var sem mest. Grindvíkingar geta enda sjálfir metið hvort þeir vilji flytja heim og þannig séð umsvifin í bænum aukast. Um leið verður frekari grundvöllur fyrir aukna þjónustu og fleiri gestir heimsækja bæinn. Þannig getum við kveikt aftur ljósin í Grindavík. Almannavarnir og stjórnvöld hafa unnið þrekvirki allt frá því gaus fyrst og líf Grindvíkinga breyttist. Nú er kominn tími til að njóta þessarar góðu og öflugu vinnu. Byggðir hafa verið öflugir varnargarðar, vel útfærða rýmingaráætlun er til staðar, jarðskannanir hafa verið framkvæmdar og búið að girða fyrir allar sprungur og holrými. Við erum sífellt minnt á að við búum á Íslandi og um aldir alda höfum við aðlagað okkur að aðstæðum hverju sinni. Ég tel að íbúar Grindavíkur eigi nú að fá að meta það sjálfir hvort það sé ásættanleg áhætta að fara heim og nýta þá innviði, atvinnu og tækifæri sem í boði eru í þessu áður blómlega og vel stæða sveitafélagi. Það er gott fyrir alla, dregur úr þörf á frekari stuðningi og gæti leyst fjárhagsáhyggjur margra. Svo ekki sé minnst á hina andlegu líðan, sem okkur er öllum svo tamt að tala um á tyllidögum. Næstu misseri munu snúast um að halda sterkum loga lifandi í Grindavík með það að markmiði að keyra endurreisnina af stað þegar enn frekar hefur dregið úr óvissunni. Ég hvet núverandi ríkisstjórn eindregið til að standa við stóru orðin, standa með Grindvíkingum með því að gefa þeim skýrari svör og lengri aðlögunartíma og þeim veitt tækifæri til að nýta sitt náttúrlega umhverfi - sitt heimili - til að finna lausn á sínum málum. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar