„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 18:19 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40