Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 19. mars 2025 21:30 Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun