125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar 20. mars 2025 09:01 Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun