Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. mars 2025 07:15 Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun