Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar 20. mars 2025 11:00 Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp. 1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands. 2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér. 3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn. 4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi. 5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það gerir óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki. 6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel. 7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Bókun 35 Alþingi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp. 1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands. 2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér. 3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn. 4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi. 5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það gerir óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki. 6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel. 7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun