Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 09:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér. Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér.
Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45
Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn