„Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 10:15 Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun