Calafiori rann á boltanum í uppbótartíma leiksins og hélt um vinstra hnéð eftir á. Hann fékk aðhlynningu sjúkraþjálfara og var síðan tekinn af velli, en Ítalía hafði þá notað allar fimm skiptingarnar og þurfti að klára leikinn manni færri.
Ekki hefur verið greint frá því hversu lengi Calafiori verður frá en slúðurblað á Ítalíu talar um tvær til þrjár vikur. Ítalska landsliðið greindi frá því fyrr í dag að hann myndi ferðast aftur til Lundúna og ekki taka þátt í seinni leiknum á sunnudag. Ítalía er 2-1 undir í einvíginu gegn Þýskalandi.
🚨 Riccardo Calafiori, who underwent tests late this morning after sustaining an injury to his left knee during yesterday's match against Germany, has been deemed unavailable for Sunday's second leg and will return to his club.#Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/Rs7tGNFdSS
— Italy ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri_En) March 21, 2025
Þetta er í fimmta sinn á tímabilinu sem Calafiori meiðist og þriðja sinn sem hné hans eru til vandræða. Alls hefur hann misst af sextán leikjum í öllum keppnum fyrir Arsenal og Ítalíu á tímabilinu. Seinni leikurinn gegn Þýskalandi á sunnudag verður sá sautjándi.

Arsenal á svo framundan leiki gegn Fulham og Everton í ensku úrvalsdeildinni, áður en átta liða úrslita einvígið gegn Real Madrid hefst þann 8. apríl. Ef miðað er við að Calafiori verði frá í þrjár vikur ætti hann að vera orðinn klár fyrir seinni leikinn.