Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir jafnframt frá öðrum manni sem var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna slagsmála í Hafnarfirði.
Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af pari sem var að stela úr verslun. Það mál mun hafa verið afgreitt með vettvangsformi.
Í dagbókinni segir jafnframt að alls hefðu 71 mál skráð í kerfi lögreglunnar. Þegar dagbókin var rituð voru tveir vistaðir í fangageymslu.