Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 12:55 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“ Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“
Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57
Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23
Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37