Innlent

Búið að slökkva eldinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
_MG_3493
Vísir/Lýður

Búið er að slökkva eld sem kom upp á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði.

Ásgeir Valur, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir það í samtali við fréttastofu.

Að sögn Sigmars Eðvardssonar, starfsmanns Hringrásar sem var á vettvangi, kom eldurinn upp úr rafgeymum sem voru á vettvangi. Ekki sé rétt, sem áður hefur komið fram, að eldurinn hafi komið upp vegna kera sem innihéldu olíu og eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×