Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. mars 2025 14:43 Kristrún Frostadóttir mætti á fund forseta Íslands. Vísir/Anton Brink Tveir ríkisráðsfundir munu fara fram á Bessastöðum í dag. Fyrirhugað er að fyrri fundurinn muni hefjast klukkan 15 en sá síðari fimmtán mínútum síðar. Fylgst verður með gangi mála á Stöð 2 Vísi í spilaranum hér fyrir neðan. Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti sem barna- og menntamálaráðherra. Hún tilkynnti um afsögn sína á fimmtudagskvöld. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður. Í fréttatilkynningu frá Flokki fólksins er greint frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson muni taka við embættinu af Ásthildi Lóu. „Hann er einn reynslumesti þingmaður flokksins og hefur setið á Alþingi allt frá því flokkurinn fékk fyrst kjörna fulltrúa á þing í kosningunum 2017,“ segir í tilkynningunni. Þá mun Ragnar Þór Ingólfsson taka við embætti þingflokksformanns af Guðmundi Inga. Og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir mun taka við af Guðmundi Inga sem formaður velferðarnefndar. Þá mun Sigurjón Þórðarson verða fulltrúi flokksins í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. „Flokkur fólksins þakkar Ásthildi Lóu fyrir frábæra frammistöðu í embætti mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún hafði náð að koma mörgum af baráttumálum flokksins og ríkisstjórnarinnar vel áleiðis. Guðmundur Ingi tekur því við góðu búi og nýtur þess sem Ásthildur Lóa hefur lagt grunninn að,“ segir í tilkynningunni. „Það ríkir fullt traust til Ásthildar Lóu innan Flokks fólksins. Félaga hennar í þingflokknum hlakkar til að fá hana aftur til starfa.“ Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fylgst verður með gangi mála á Stöð 2 Vísi í spilaranum hér fyrir neðan. Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti sem barna- og menntamálaráðherra. Hún tilkynnti um afsögn sína á fimmtudagskvöld. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður. Í fréttatilkynningu frá Flokki fólksins er greint frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson muni taka við embættinu af Ásthildi Lóu. „Hann er einn reynslumesti þingmaður flokksins og hefur setið á Alþingi allt frá því flokkurinn fékk fyrst kjörna fulltrúa á þing í kosningunum 2017,“ segir í tilkynningunni. Þá mun Ragnar Þór Ingólfsson taka við embætti þingflokksformanns af Guðmundi Inga. Og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir mun taka við af Guðmundi Inga sem formaður velferðarnefndar. Þá mun Sigurjón Þórðarson verða fulltrúi flokksins í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. „Flokkur fólksins þakkar Ásthildi Lóu fyrir frábæra frammistöðu í embætti mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún hafði náð að koma mörgum af baráttumálum flokksins og ríkisstjórnarinnar vel áleiðis. Guðmundur Ingi tekur því við góðu búi og nýtur þess sem Ásthildur Lóa hefur lagt grunninn að,“ segir í tilkynningunni. „Það ríkir fullt traust til Ásthildar Lóu innan Flokks fólksins. Félaga hennar í þingflokknum hlakkar til að fá hana aftur til starfa.“
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira