Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 07:02 Kristinn Albertsson var nýlega kjörinn formaður KKÍ. Sagan af vinsældalistanum var sögð í sigurræðunni. Vísir/Sigurjón Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Kristinn var framkvæmdastjóri KKÍ fyrir tæpum þremur áratugum síðan og sagan sem hann sagði er frá þeim tíma. Þá, líkt og nú, voru öll sérsambönd með skrifstofur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Eins og þið þekkið þegar kollegar, eða samkeppnisaðilar að einhverju leiti, hittast. Þá er svona verið að gorta sig af hinu og þessu. Handboltinn var sérstaklega pain in the neck. Af hverju? Jú, þeir voru endalaust með kassann úti… Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú… Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér, en þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup.“ Sagði Kristinn og uppskar mikinn hlátur úr salnum. Hann sagðist síðan alltaf hafa skellt þessum vinsældalista á borðið þegar honum var ofboðið kjaftbrúkið í handboltamönnum. „Að þessu sögðu, þá þykir mér afar vænt um handbolta. Ég hlakka alltaf til að horfa á handbolta í janúar í skammdeginu. En mig langaði til að deila þessari sögu með ykkur“ sagði Kristinn að lokum áður en hann gekk af sviði. Ef kveikt er á spilaranum hér fyrir neðan má heyra Kristinn sjálfan segja söguna, sem tekur um tvær mínútur. Áður hafði hann eytt einni mínútu í að þakka fólki fyrir, tala um tímana framundan og þess háttar. Auk framboðsræðunnar sem hann hélt fyrr um daginn, en þar sprakk hann á tíma og kom sögunni ekki að. Mikil óánægja Óhætt er að segja að ummælin hafi ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Margir lýstu óánægju sinni á samfélagsmiðlum. „Fyrir neðan allar hellur“ Það að nýkjörinn formður KKÍ sé að gera sitt besta til að gera lítið úr handbolta í sigurræðu sinni er fyrir neðan allar hellur. Þetta er honum til minnkunar og algerlega óásættanlegt. Hann ætti að skríða undir steininn sinn aftur og ekkert koma þaðan upp aftur. https://t.co/KUtCZjEBUT— fusi (@fusi69) March 23, 2025 „Hélt að við værum komin lengra“ Vont að sjá fólk úr mismunandi íþróttum gera lítið úr öðrum árið 2025. Hélt við værum komin lengra. Áfram Ísland 🇮🇸 💪— Róbert Geir Gíslason (@robertgeir) March 23, 2025 „Börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport“ "Hvað á ég að gera á þessum fagra degi," sagði nýkjörinn formaður KKÍ við sjálfan sig í speglinum. "Jú, ég geri lítið úr handboltanum. Ha ha ha ég er svo með þetta." Veistu hvað, fyndni maður, það eru börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport með bros á vör. Taktlaus formaður.— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 23, 2025 „Slakasta sigurræða sögunnar“ Það vill oft gleymist að indverskt rottuhlaup er helvítis íþrótt 🐀Hvað sem því líður þà breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta er einhver slakasta sigurræða sögunnar pic.twitter.com/WVXiZOEC3F— Stymmi Klippari (@StySig) March 23, 2025 Aðkast í annað sinn á fáeinum dögum Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem handboltinn verður fyrir aðkasti frá forystufólki úr öðrum íþróttum. Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, sagði síðasta fimmtudag að búið væri að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“ Körfubolti Handbolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Kristinn var framkvæmdastjóri KKÍ fyrir tæpum þremur áratugum síðan og sagan sem hann sagði er frá þeim tíma. Þá, líkt og nú, voru öll sérsambönd með skrifstofur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Eins og þið þekkið þegar kollegar, eða samkeppnisaðilar að einhverju leiti, hittast. Þá er svona verið að gorta sig af hinu og þessu. Handboltinn var sérstaklega pain in the neck. Af hverju? Jú, þeir voru endalaust með kassann úti… Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú… Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér, en þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup.“ Sagði Kristinn og uppskar mikinn hlátur úr salnum. Hann sagðist síðan alltaf hafa skellt þessum vinsældalista á borðið þegar honum var ofboðið kjaftbrúkið í handboltamönnum. „Að þessu sögðu, þá þykir mér afar vænt um handbolta. Ég hlakka alltaf til að horfa á handbolta í janúar í skammdeginu. En mig langaði til að deila þessari sögu með ykkur“ sagði Kristinn að lokum áður en hann gekk af sviði. Ef kveikt er á spilaranum hér fyrir neðan má heyra Kristinn sjálfan segja söguna, sem tekur um tvær mínútur. Áður hafði hann eytt einni mínútu í að þakka fólki fyrir, tala um tímana framundan og þess háttar. Auk framboðsræðunnar sem hann hélt fyrr um daginn, en þar sprakk hann á tíma og kom sögunni ekki að. Mikil óánægja Óhætt er að segja að ummælin hafi ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Margir lýstu óánægju sinni á samfélagsmiðlum. „Fyrir neðan allar hellur“ Það að nýkjörinn formður KKÍ sé að gera sitt besta til að gera lítið úr handbolta í sigurræðu sinni er fyrir neðan allar hellur. Þetta er honum til minnkunar og algerlega óásættanlegt. Hann ætti að skríða undir steininn sinn aftur og ekkert koma þaðan upp aftur. https://t.co/KUtCZjEBUT— fusi (@fusi69) March 23, 2025 „Hélt að við værum komin lengra“ Vont að sjá fólk úr mismunandi íþróttum gera lítið úr öðrum árið 2025. Hélt við værum komin lengra. Áfram Ísland 🇮🇸 💪— Róbert Geir Gíslason (@robertgeir) March 23, 2025 „Börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport“ "Hvað á ég að gera á þessum fagra degi," sagði nýkjörinn formaður KKÍ við sjálfan sig í speglinum. "Jú, ég geri lítið úr handboltanum. Ha ha ha ég er svo með þetta." Veistu hvað, fyndni maður, það eru börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport með bros á vör. Taktlaus formaður.— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 23, 2025 „Slakasta sigurræða sögunnar“ Það vill oft gleymist að indverskt rottuhlaup er helvítis íþrótt 🐀Hvað sem því líður þà breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta er einhver slakasta sigurræða sögunnar pic.twitter.com/WVXiZOEC3F— Stymmi Klippari (@StySig) March 23, 2025 Aðkast í annað sinn á fáeinum dögum Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem handboltinn verður fyrir aðkasti frá forystufólki úr öðrum íþróttum. Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, sagði síðasta fimmtudag að búið væri að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“
Körfubolti Handbolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira