Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun