Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 08:37 Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu tvo menn sem höfðu fest vélsleða sína skammt frá fjallinu Klakka. Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira