Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 13:30 Íris fer yfir sinn lífsstíl í Íslandi í dag. Hin 24 ára gamla Íris Líf Stefánsdóttir ætlar að setjast í helgan stein fyrir þrítugt. Hún fór yfir það hvernig hún ætlar að fara að því í Íslandi í dag en Íris hefur slegið í gegn á TikTok þar sem hún veitir ýmiskonar fjármálaráð. Hún segir langflesta Íslendinga geta fetað í hennar fótspor og fer yfir það hvað hún gerir og hvað er á bannlista. Íris er gift ekvadoríska fimleikakennaranum Alfredo og saman eiga þau dótturina Anastasiu. Íris á og rekur bókhaldsþjónustuna Accounta og stofnaði nýsköpunarfyrirtækið Virkum sem sérhæfir sig í sjálfvirkum drögum að tölvupóstum. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Unnið að þessu í fjögur ár Íris segist í Íslandi í dag ætla að setjast í helgan stein fyrir þrítugt með aðferð sem kallast FIRE. Hún segir þetta snúast um valfrelsi. „FIRE þýðir semsagt Financial Independence Retire Early og þetta er hreyfing sem snýst um það að öðlast fjárhagslegt frelsi þannig að þú getir valið það hvort þú viljir vinna eða ekki, þú sért ekki að vinna af því að þú neyðist til þess að vinna og getir þannig farið á eftirlaun ef það er það sem þú vilt þegar þér hentar en ekki þegar lífeyrissjóðurinn segir: Jæja, nú er þinn tími kominn sæta.“ Íris hefur unnið að þessu síðustu fjögur árin og með því að reikna út tekjur, gjöld og eignir fann hún út að hún gæti öðlast fjárhagslegt frelsi fyrir þrítugt. Hún segist í Íslandi í dag hafa ákveðið að setja sér þetta markmið og segja engum frá því, því þetta hafi hljómað svo klikkað. „Þangað til að ég sagði frá þessu á TikTok og þá allt í einu vaknaði rosalegur áhugi því þetta er eitthvað sem margir vissu kannski bara ekki að væri hægt en fyrir okkur Íslendinga er þetta algjörlega eitthvað sem er hægt fyrir 90 prósent af þjóðinni, en þú þarft bara að vera dálítið agaður.“ @irislifstefans Ég stefni á að hætta að vinna fyrir 30 ára afmælið mitt! FIRE er hugtak sem að stendur fyrir : F : Financial I : Independence R : Retire E : Early Mig ætla að vera fjárhagslega sjálfstæð og geta valið í hvað ég eyði tímanum mínum - Þetta snýst auðvitað bara um það að hafa frelsi til þess að geta gert það sem að maður vill 🤩 ♬ original sound - Íris Líf | Digital Nomad Yfir helmingur í sparnað Það hljómar svo sannarlega framandi að fara á eftirlaun fyrir þrítugt. En hvað þarf Íris að gera til þess að ná þessu markmiði? „Ég er semsagt að leggja fyrir yfir helming af tekjunum mínum alltaf í hverjum einasta mánuði og þetta snýst auðvitað um það að þú ert að reyna að búa til sem mestar tekjur og takmarka öll útgjöld. Þannig ég er að lifa mjög spart og græða eins mikið og ég mögulega get og leggja allan þennan pening fyrir, allur aukapeningur sem er að koma inn fer bara beint í sparnað,“ segir Íris Líf í Íslandi í dag. „Að láta peninginn vinna fyrir þig er í rauninni að nýta peninginn í þína þágu, þannig að peningurinn er að ávaxtast sem býr til meiri pening án þess að þú þurfir að hafa mikið fyrir því. Af því að þegar þú ert komin með stóra summu, þegar þú ert komin með einhverja hundruði milljóna, að ef þú ert með það á góðri ávöxtun að þá eru vaxtatekjurnar svo góðar að þú getur lifað á vaxtatekjunum.“ Íris segir marga halda að hún megi ekki vinna. Þetta snúist þó alls ekki um það, heldur frelsi til þess að velja hvað það er sem mann virkilega langar til að gera. „Ef ég finn það að mig langar að vinna þá er ekkert sem stoppar mig frá því að gera það en þá veit ég að ég er að gera það algjörlega hundrað prósent af því mig langar það og ekki af því að ég þarf þess.“ @irislifstefans Replying to @Haukur Smári Gíslaso ♬ original sound - Íris Líf | Digital Nomad Bílalán á bannlista Þá fer Íris í Íslandi í dag yfir hvernig húsnæðislán hún er með. Svarið kemur á óvart. Hún fer líka yfir ýmislegt sem er á bannlista hjá henni. Eitt af því eru bílalán. „Það eru alveg á bannlista hjá mér. Ef þú átt ekki pening fyrir bíl þá áttu ekki að eiga bíl. Þetta er mín skoðun og kannski er ég rosa hörð að segja þetta, en keyptu bíl sem þú átt efni á. Þannig ég er ekki að keyra um á flottasta bílnum, alls ekki,“ segir Íris. „Ég hata rekstrarkostnað við bíla, finnst ógeðslega leiðinlegt að eiga bíl og bílar eru nánast alltaf peningur sem þú ert að henda í ruslið því þetta er ekki fjárfesting sem er að fara að skila jákvæðri ávöxtun. Þannig að það að henda síðan inn bílaláni í myndina er aaalveg. Ég mæli ekki með því fyrir neinn. Þannig ef þið eigið núna Tesluna eða Land Cruiserinn, seljið þetta bara og kaupið ykkur ódýran bíl og safniði síðan bara fyrir Teslunni eða Land Cruisernum ef þið þurfið að eiga það. Við erum alltof góðu vön.“ @irislifstefans Moral of the story er að skatturinn tekur ekki tillit til Lucky Girl Syndrome 💔 ♬ original sound - Íris Líf | Digital Nomad Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Íris er gift ekvadoríska fimleikakennaranum Alfredo og saman eiga þau dótturina Anastasiu. Íris á og rekur bókhaldsþjónustuna Accounta og stofnaði nýsköpunarfyrirtækið Virkum sem sérhæfir sig í sjálfvirkum drögum að tölvupóstum. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Unnið að þessu í fjögur ár Íris segist í Íslandi í dag ætla að setjast í helgan stein fyrir þrítugt með aðferð sem kallast FIRE. Hún segir þetta snúast um valfrelsi. „FIRE þýðir semsagt Financial Independence Retire Early og þetta er hreyfing sem snýst um það að öðlast fjárhagslegt frelsi þannig að þú getir valið það hvort þú viljir vinna eða ekki, þú sért ekki að vinna af því að þú neyðist til þess að vinna og getir þannig farið á eftirlaun ef það er það sem þú vilt þegar þér hentar en ekki þegar lífeyrissjóðurinn segir: Jæja, nú er þinn tími kominn sæta.“ Íris hefur unnið að þessu síðustu fjögur árin og með því að reikna út tekjur, gjöld og eignir fann hún út að hún gæti öðlast fjárhagslegt frelsi fyrir þrítugt. Hún segist í Íslandi í dag hafa ákveðið að setja sér þetta markmið og segja engum frá því, því þetta hafi hljómað svo klikkað. „Þangað til að ég sagði frá þessu á TikTok og þá allt í einu vaknaði rosalegur áhugi því þetta er eitthvað sem margir vissu kannski bara ekki að væri hægt en fyrir okkur Íslendinga er þetta algjörlega eitthvað sem er hægt fyrir 90 prósent af þjóðinni, en þú þarft bara að vera dálítið agaður.“ @irislifstefans Ég stefni á að hætta að vinna fyrir 30 ára afmælið mitt! FIRE er hugtak sem að stendur fyrir : F : Financial I : Independence R : Retire E : Early Mig ætla að vera fjárhagslega sjálfstæð og geta valið í hvað ég eyði tímanum mínum - Þetta snýst auðvitað bara um það að hafa frelsi til þess að geta gert það sem að maður vill 🤩 ♬ original sound - Íris Líf | Digital Nomad Yfir helmingur í sparnað Það hljómar svo sannarlega framandi að fara á eftirlaun fyrir þrítugt. En hvað þarf Íris að gera til þess að ná þessu markmiði? „Ég er semsagt að leggja fyrir yfir helming af tekjunum mínum alltaf í hverjum einasta mánuði og þetta snýst auðvitað um það að þú ert að reyna að búa til sem mestar tekjur og takmarka öll útgjöld. Þannig ég er að lifa mjög spart og græða eins mikið og ég mögulega get og leggja allan þennan pening fyrir, allur aukapeningur sem er að koma inn fer bara beint í sparnað,“ segir Íris Líf í Íslandi í dag. „Að láta peninginn vinna fyrir þig er í rauninni að nýta peninginn í þína þágu, þannig að peningurinn er að ávaxtast sem býr til meiri pening án þess að þú þurfir að hafa mikið fyrir því. Af því að þegar þú ert komin með stóra summu, þegar þú ert komin með einhverja hundruði milljóna, að ef þú ert með það á góðri ávöxtun að þá eru vaxtatekjurnar svo góðar að þú getur lifað á vaxtatekjunum.“ Íris segir marga halda að hún megi ekki vinna. Þetta snúist þó alls ekki um það, heldur frelsi til þess að velja hvað það er sem mann virkilega langar til að gera. „Ef ég finn það að mig langar að vinna þá er ekkert sem stoppar mig frá því að gera það en þá veit ég að ég er að gera það algjörlega hundrað prósent af því mig langar það og ekki af því að ég þarf þess.“ @irislifstefans Replying to @Haukur Smári Gíslaso ♬ original sound - Íris Líf | Digital Nomad Bílalán á bannlista Þá fer Íris í Íslandi í dag yfir hvernig húsnæðislán hún er með. Svarið kemur á óvart. Hún fer líka yfir ýmislegt sem er á bannlista hjá henni. Eitt af því eru bílalán. „Það eru alveg á bannlista hjá mér. Ef þú átt ekki pening fyrir bíl þá áttu ekki að eiga bíl. Þetta er mín skoðun og kannski er ég rosa hörð að segja þetta, en keyptu bíl sem þú átt efni á. Þannig ég er ekki að keyra um á flottasta bílnum, alls ekki,“ segir Íris. „Ég hata rekstrarkostnað við bíla, finnst ógeðslega leiðinlegt að eiga bíl og bílar eru nánast alltaf peningur sem þú ert að henda í ruslið því þetta er ekki fjárfesting sem er að fara að skila jákvæðri ávöxtun. Þannig að það að henda síðan inn bílaláni í myndina er aaalveg. Ég mæli ekki með því fyrir neinn. Þannig ef þið eigið núna Tesluna eða Land Cruiserinn, seljið þetta bara og kaupið ykkur ódýran bíl og safniði síðan bara fyrir Teslunni eða Land Cruisernum ef þið þurfið að eiga það. Við erum alltof góðu vön.“ @irislifstefans Moral of the story er að skatturinn tekur ekki tillit til Lucky Girl Syndrome 💔 ♬ original sound - Íris Líf | Digital Nomad
Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira