Fótbolti

Boltastrákurinn orðinn þjóð­hetja og fer frítt á undanúrslitin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Noel Urbaniak stóð sig vel í frumraun sinni sem boltastrákur. Hann verður þó ekki settur í starfið í næsta leik, því þá verður hann í stúkunni með Rudi Völler.
Noel Urbaniak stóð sig vel í frumraun sinni sem boltastrákur. Hann verður þó ekki settur í starfið í næsta leik, því þá verður hann í stúkunni með Rudi Völler.

Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir að Þýskaland komst í 3-0. Noel átti hlut í öðru marki Þjóðverja.

Hann var leiftursnöggur að koma boltanum á Joshua Kimmich þegar Þýskaland fékk hornspyrnu og ítalski markmaðurinn Donnarumma var á spjalli við varnarmennina. Kimmich sendi boltann síðan snöggt fyrir á Jamal Musiala sem skoraði.

„Ég náði augnsambandi við hann og sá að hann vildi virkilega mikið fá boltann, þannig að ég kastaði honum til hans. Ég hef aldrei upplifað annað eins, þetta er minn fyrsti leikur sem boltastrákur“ sagði Noel þegar fjölmiðlamenn flykktust að honum eftir leik.

„Ég hitti Joshua aðeins eftir leik. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendinguna, ef svo mætti segja“ sagði Noel einnig.

Eftir að hafa svifið á bleiku skýi í gærkvöldi var honum síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun, þegar hann byrjaði fyrsta daginn sem starfsmaður í verksmiðju sem framleiðir kebab vefjur.

Hann getur hins vegar látið sér hlakka til undanúrslitaleiks Þjóðadeildarinnar milli Þýskalands og Spánar í júní, sem hann fer frítt á, í boði Rudi Völler, formanns þýska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×