Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Árni Kristjánsson skrifa 24. mars 2025 21:01 Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun