Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar 25. mars 2025 11:31 Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun