„Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2025 09:17 Guðlaugur Þór fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni. Vísir/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi, segir hafa verið lagðar fram hugmyndir um skipulagsbreytingar í Grafarvogi sem myndu breyta hverfinu umtalsvert. Ofuráhersla sé á þéttingu byggðar og skipulagið byggi á að byggja á grænum reitum. Mikil andstaða sé meðal íbúa með breytingar á aðalskipulagi. Á íbúafundinum á fimmtudag átti að kynna breytingar í Grafarvogi um frekari uppbyggingarmöguleika. Kynntar voru breytingar á skipulagi þar sem búið var að fækka nýjum íbúðum úr 476 í 340. Guðlaugur segir fólk ekki flytja ekki í Grafarvog því það þurfi þess, heldur því það vilji það. Guðlaugur fór yfir stöðuna og umræður á hitafundi fyrir helgi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsbreytingin sé í kynningu og hægt að setja inn athugasemdir til og með 10. apríl. Búið er að skila inn sjö umsögnum eins og er þar sem íbúar lýsa óánægju með að byggja eigi hærri hús, að verið sé að byggja á bílastæðum og grænum svæðum og að fækka eigi bílastæðum á hvert hús í eitt. Fundurinn var afar fjölsóttur. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir skipulagsbreytingarnar ekki hafa verið kynntar vel. Það hafi verið 700 manna fundur fyrir jól þar sem fólk lýsti ekki áhuga á breytingunum. Guðlaugur segir mikið af grænum svæðum í hverfinu og það sé hugsunin að baki hverfisins. Það sé heilnæmt og bæti lífskjör að hafa aðgang að náttúru. „Hugmyndin er einfaldlega þessi: Það var bara keyrt um Grafarvoginn og sagt hér er laus blettur, og hér er laus blettur og það er hægt að setja fullt af húsum hér,“ segir Guðlaugur um skipulagsbreytingar borgarinnar og að upphaflega hafi átt að koma fyrir nærri 500 íbúðum á þessa bletti. Yfirlitskort í verklýsingu aðalskipulagsbreytingarReykjavíkurborg Á fundinum á fimmtudag hafi komið í ljós að ekki hafi verið búið að gera hljóðvistarskýrslur eða greiningu á umferð og embættismenn hafi ætlast til þess að íbúar myndu skipta sér niður þau svæði sem þau búi á og breytingar á svæðinu yrðu kynntar fyrir þeim í stað þess að það yrðu almennar umræður. Hér má sjá uppfærsluna á reitunum eftir að ákveðið var að fækka íbúðum. Myndin er úr skýrslu um drög að breytingu á aðalskipulagi. Reykjavíkurborg „Fólk er að verja hverfið sitt. Þegar það flutti í hverfið er það skrifað út að það sé fullmannað hverfi, fullgert, og auðvitað er enginn að setja sig á móti því að breyta hlutum sem eru í samræmi við það sem þarna gerist. En þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu,“ segir Guðlaugur og þetta sé partur af „trúarbrögðum um ofurþéttingu byggðar“ sem hafi verið í gangi síðustu ár í borginni. Reykjavíkurborg birti stutta tilkynningu um fundinn á vef sínum á föstudag en minntist ekkert á að mikil óánægja hafi verið meðal íbúa um breytingarnar og fyrirkomulag fundarins. Ítarlega er þó fjallað um það í nokkrum fréttum á hverfismiðlinum Grafarvogur.net að fundurinn hafi verið erfiður og mikill hiti á fundinum. Til dæmis er fjallað þar um að íbúar hafi verið verulega óánægðir með að ekki myndu fara fram almennar umræður um skipulagsbreytingarnar. Fólk var óánægt með að geta ekki átt í almennum umræðum heldur að vera skipt á svæði. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir fólk búa í hverfinu á ákveðnum forsendum, þeim líði vel, og það hafi enginn stjórnmálamaður komið til þeirra og tilkynnt að það eigi til dæmis að taka grænu svæðin. Það sé ekki verið að taka þau öll en það sé gríðarleg breyting að bæta við rúmum 300 íbúðum á svæði sem núna eru græn. Guðlaugur segir að hann hafi talið að eftir fundinn sem fór fram fyrir jól myndi Reykjavíkurborg leggja málið til hliðar og að þessar breytingar yrðu „jarðaðar“. Í þættinum ræddu þau einnig vilja stjórnmálamanna til að hlusta á kjósendur og eiga við þá almennar umræður. Guðlaugur segir sögulegt hvernig borgin gengur fram í þessu máli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Ferlið er nú í drögum og stefnt að því að samþykkja breytingar í júlí. Reykjavíkurborg Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Umhverfismál Umferð Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01 Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Á íbúafundinum á fimmtudag átti að kynna breytingar í Grafarvogi um frekari uppbyggingarmöguleika. Kynntar voru breytingar á skipulagi þar sem búið var að fækka nýjum íbúðum úr 476 í 340. Guðlaugur segir fólk ekki flytja ekki í Grafarvog því það þurfi þess, heldur því það vilji það. Guðlaugur fór yfir stöðuna og umræður á hitafundi fyrir helgi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsbreytingin sé í kynningu og hægt að setja inn athugasemdir til og með 10. apríl. Búið er að skila inn sjö umsögnum eins og er þar sem íbúar lýsa óánægju með að byggja eigi hærri hús, að verið sé að byggja á bílastæðum og grænum svæðum og að fækka eigi bílastæðum á hvert hús í eitt. Fundurinn var afar fjölsóttur. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir skipulagsbreytingarnar ekki hafa verið kynntar vel. Það hafi verið 700 manna fundur fyrir jól þar sem fólk lýsti ekki áhuga á breytingunum. Guðlaugur segir mikið af grænum svæðum í hverfinu og það sé hugsunin að baki hverfisins. Það sé heilnæmt og bæti lífskjör að hafa aðgang að náttúru. „Hugmyndin er einfaldlega þessi: Það var bara keyrt um Grafarvoginn og sagt hér er laus blettur, og hér er laus blettur og það er hægt að setja fullt af húsum hér,“ segir Guðlaugur um skipulagsbreytingar borgarinnar og að upphaflega hafi átt að koma fyrir nærri 500 íbúðum á þessa bletti. Yfirlitskort í verklýsingu aðalskipulagsbreytingarReykjavíkurborg Á fundinum á fimmtudag hafi komið í ljós að ekki hafi verið búið að gera hljóðvistarskýrslur eða greiningu á umferð og embættismenn hafi ætlast til þess að íbúar myndu skipta sér niður þau svæði sem þau búi á og breytingar á svæðinu yrðu kynntar fyrir þeim í stað þess að það yrðu almennar umræður. Hér má sjá uppfærsluna á reitunum eftir að ákveðið var að fækka íbúðum. Myndin er úr skýrslu um drög að breytingu á aðalskipulagi. Reykjavíkurborg „Fólk er að verja hverfið sitt. Þegar það flutti í hverfið er það skrifað út að það sé fullmannað hverfi, fullgert, og auðvitað er enginn að setja sig á móti því að breyta hlutum sem eru í samræmi við það sem þarna gerist. En þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu,“ segir Guðlaugur og þetta sé partur af „trúarbrögðum um ofurþéttingu byggðar“ sem hafi verið í gangi síðustu ár í borginni. Reykjavíkurborg birti stutta tilkynningu um fundinn á vef sínum á föstudag en minntist ekkert á að mikil óánægja hafi verið meðal íbúa um breytingarnar og fyrirkomulag fundarins. Ítarlega er þó fjallað um það í nokkrum fréttum á hverfismiðlinum Grafarvogur.net að fundurinn hafi verið erfiður og mikill hiti á fundinum. Til dæmis er fjallað þar um að íbúar hafi verið verulega óánægðir með að ekki myndu fara fram almennar umræður um skipulagsbreytingarnar. Fólk var óánægt með að geta ekki átt í almennum umræðum heldur að vera skipt á svæði. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir fólk búa í hverfinu á ákveðnum forsendum, þeim líði vel, og það hafi enginn stjórnmálamaður komið til þeirra og tilkynnt að það eigi til dæmis að taka grænu svæðin. Það sé ekki verið að taka þau öll en það sé gríðarleg breyting að bæta við rúmum 300 íbúðum á svæði sem núna eru græn. Guðlaugur segir að hann hafi talið að eftir fundinn sem fór fram fyrir jól myndi Reykjavíkurborg leggja málið til hliðar og að þessar breytingar yrðu „jarðaðar“. Í þættinum ræddu þau einnig vilja stjórnmálamanna til að hlusta á kjósendur og eiga við þá almennar umræður. Guðlaugur segir sögulegt hvernig borgin gengur fram í þessu máli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Ferlið er nú í drögum og stefnt að því að samþykkja breytingar í júlí. Reykjavíkurborg
Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Umhverfismál Umferð Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01 Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49
Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01
Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49