„Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 11:31 Lamine Yamal fagnar eftir að hafa skorað í framlengingu gegn Hollandi í fyrrakvöld. Getty/David Aliaga Spænska ungstirnið Lamine Yamal togaði stuttbuxurnar sínar aðeins niður eftir sigurinn gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í fyrrakvöld, til að skjóta á Hollendinginn Rafael van der Vaart. Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart. Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart.
Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira