Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 14:52 Ágústa flutti tilfinningaþrungna ræðu í þinginu í dag. Skjáskot/Vefur Alþingis Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis. „Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent