Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2025 20:15 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. „Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“ Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“
Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53