Danir kveðja konur í herinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 20:15 Frá þjálfun kvaðmanna í Danmörku. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar. Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar. Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar.
Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira