Danir kveðja konur í herinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 20:15 Frá þjálfun kvaðmanna í Danmörku. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar. Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar. Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar.
Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira