Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 12:02 Rannsakendur virða fyrir sér persónulega muni sem fundust á Izaguiire-búgarðinum nærri borginni Teuchitlán í Jalisco-ríki í Mexíkó. AP/ríkissaksóknari Jalisco Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó Sjálfboðaliðasamtök sem leita að fólki sem er saknað römbuðu á yfirgefinn búgarðinn í Jalisco-ríki fyrr í þessum mánuði. Þar fundu þeir meðal annars líkbrennsluofna, brenndar líkamsleifar, beinflísar og fjölda persónulegra muna sem lögreglu yfirsást þegar hún leitaði á búgarðinum í haust. Búgarðinum var í kjölfarið lýst sem „útrýmingarbúðum“ og talið líklegt að eitthvert þeirra harðsvíruðu glæpasamtaka sem halda Mexíkó í heljargreipum hefði átt hann. Nú segir Omar García Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, að ekkert bendir til þess að kerfisbundin dráp á fjölda fólks hafi farið fram á búgarðinum jafnvel þótt að fólk hafi verið myrt og pyntað þar. „Á þessari stundu endurtek ég að við höfum engar vísbendingar um að þetta hafi verið útrýmingarbúðir heldur frekar þjálfunarbúðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Alríkislögreglan tók yfir rannsókn á búgarðinum eftir að saksóknari sagði að ríkisyfirvöld í Jalisco hefðu klúðrað henni. Eftir að ríkislögreglumenn skoðuðu búgarðinn í september var hann skilinn eftir án eftirlits þar til sjálfboðaliðahópurinn fann hann eftir að honum barst nafnlaus ábending um hann. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Hann er sakaður um að hafa stýrt liðssöfnun fyrir glæpasamtökin Ný kynslóð glæpahrings Jalisco (CJNG). Menn hafi verið tældir á búgarðinn með fölskum loforðum um atvinnutækifæri. Þeir sem hafi neitað að hljóta þjálfun og ganga í samtökin eða reynt að flýja hafi verið myrtir eða pyntaðir. Varlega áætlað er vel á annað hundrað þúsund manna saknað eftir að hafa horfið sporlaust í Mexíkó. Fáir finnast nokkru sinni, lífs eða liðnir. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtök sem leita að fólki sem er saknað römbuðu á yfirgefinn búgarðinn í Jalisco-ríki fyrr í þessum mánuði. Þar fundu þeir meðal annars líkbrennsluofna, brenndar líkamsleifar, beinflísar og fjölda persónulegra muna sem lögreglu yfirsást þegar hún leitaði á búgarðinum í haust. Búgarðinum var í kjölfarið lýst sem „útrýmingarbúðum“ og talið líklegt að eitthvert þeirra harðsvíruðu glæpasamtaka sem halda Mexíkó í heljargreipum hefði átt hann. Nú segir Omar García Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, að ekkert bendir til þess að kerfisbundin dráp á fjölda fólks hafi farið fram á búgarðinum jafnvel þótt að fólk hafi verið myrt og pyntað þar. „Á þessari stundu endurtek ég að við höfum engar vísbendingar um að þetta hafi verið útrýmingarbúðir heldur frekar þjálfunarbúðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Alríkislögreglan tók yfir rannsókn á búgarðinum eftir að saksóknari sagði að ríkisyfirvöld í Jalisco hefðu klúðrað henni. Eftir að ríkislögreglumenn skoðuðu búgarðinn í september var hann skilinn eftir án eftirlits þar til sjálfboðaliðahópurinn fann hann eftir að honum barst nafnlaus ábending um hann. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Hann er sakaður um að hafa stýrt liðssöfnun fyrir glæpasamtökin Ný kynslóð glæpahrings Jalisco (CJNG). Menn hafi verið tældir á búgarðinn með fölskum loforðum um atvinnutækifæri. Þeir sem hafi neitað að hljóta þjálfun og ganga í samtökin eða reynt að flýja hafi verið myrtir eða pyntaðir. Varlega áætlað er vel á annað hundrað þúsund manna saknað eftir að hafa horfið sporlaust í Mexíkó. Fáir finnast nokkru sinni, lífs eða liðnir.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira